11 Jan 2014
January 11, 2014

Starfið komið á fullt á nýju ári

IMG_6189

Bílaflokksmenn ræða málin, hefur greinilega góð áhrif að halla sér upp að skipakosti sveitarinnar

Eins og flestir hafa orðið varir við þá er árið 2014 byrjað og 2013 runnið sitt skeið. Eftir annan saman desember mánuð í fjáröflunarvinnu og almennu jólahaldi þá hafa félagar í Björgunarfélagi Akranes tekið fegins hendi hinni almennu rútinu. Starfið hjá okkur er byrjað á fullu á nýju ári og allir félagar staðráðnir í að gera betur á þessu ári en því síðasta. núna í þessari viku hittist bílaflokkur sveitarinnar og lagði á ráðin fyrir árið. Mikið þarf að skipuleggja og fara yfir ýmis mál enda bílafloti sveitarinnar stór og öflugur.
Aðgerðahópur byrjaði árið með því að fá Jónas Ransóknarlögreglumann til að fara yfir aðkomu að slysavettvöngum og varðveislu sönnunargagna. Mikið og gott samstarf er á milli Björgunarfélags Akraness og Lögreglunar á Akranesi og var þessi fundur til að styrkja það samband enn frekar. Aðgerðahóput er hópur innan sveitarinnar sem sér um að skipuleggja aðgerðir hjá björgunarfélaginu og manna stjórnstöð. Einnig sér hópurinn um að skaffa mannskap í Svæðisstjórn á svæði 4.

IMG_4428

Aðgerðarhópur með Jónasi löggu

 

Svæðisstjórn á svæði 4 hittist einnig í vikunni, farið var yfir búnað og hann skráður, einnig var árið skipulagt gróflega. Svæðisstjórnin sér um að skipuleggja og halda utan um leitir á svæð sem nær frá Botsdal, upp að og helmings Langjökuls. Frá nyrðri enda Langjökuls og nokkurn veginn beint í vestur niður að sjó. Svæðisstjórnin hittist að jafnaði einu sinni í mánuði til skrafs og ráðagerða.

 

IMG_0438

Svæðisstjórnar menn að fara yfir kortamál

 

Deila á Facebook