01 Nov 2013
November 1, 2013

Aðgerðarstjórnunarnámskeið

Fyrir viku síðan fóru tveir félagar Björgunarfélagsins á námskeið í aðgerðastjórnun. Námskeiðið er til að þjálfa björgunarsveitarmenn í stjórnun aðgerða og skipulag leita og björgunar. Námskeiðið var haldið í veiðihúsinu við Miðfjarðará. þar kom samann hópur björgunarsveitarfólks víða af landinu í glæsilegu veiðihúsi sem veiðifélagið leigði okkur á kjarakjörum. Námskeiðið var skemmtilegt og fræðandi enda kennarar hoknir af reynslu. Björgunarfélagið er nú með velþjálfaðan mannskap í skipulagi leita og björguna.  Síðasta vetur fóru 4 félagar björgunarfélagsins á sama námskeið og svo í frammhaldinu á frammhaldnámskeið sem er 5 daga námskeið í leitarfræðum. Björgunarfélag Akranes leggur sig í líma að hafa vel menntaðan mannskap við leitar og björgunarstörf

Deila á Facebook