Björgunarleikar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Helgina 25-27 maí 2001 var haldið Landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Akureyri. Samsíða því voru haldnir björgunarleikar í fyrsta sinn og ætla ég að skrifa um þá hér í stuttu máli.
Alls voru það 11 lið sem tóku þátt í leikunum, sumar sveitir voru með 2 lið en frá Björgunarfélagi Akraness var eitt lið með átta manns 7 strákar og 1 stúlka.
Vaknað var um sjöleytið og farið að taka til búnað þáttaka og dagurinn undirbúinn, 7 verkefni átti að leysa það fyrsta var skyndihjálp, þrjár slasaðar manneskjur í bílslysi, næsta var félagabjörgun úr klettum fyrir ofan stjórnstöðina. Svo kom að því að gera við dekk þar komu bílstjórarnir að góðum notum. Leitartæknin var alveg frábært verkefni við vorum tindátar og hóll var fjallið og áttum við að sýna leitarlínuna með bandi tókst okkur bara vel til vegna lægni drengjana við að leika sér með tindáta mikil. Svo kom að forugu rústabjörguninni þar þurfti að passa sig að fella ekkert sem var búið að stilla upp.
Bátaverkefnið var aðalega tímataka frá bryggjunni að sjúklingnum lyfta þurfti sjúklingnum í bátinn og bruna svo beint í land ekki mjög erfitt verkefni.
Eftir þetta voru liðin orðin frekar þreytt mætti maður halda, en ein þraut var eftir, 2 lið voru störtuð samtímis, fyrst voru 8 spurningar lagðar fyrir liðin, svo átti að fara yfir vatn á slöngu en sum liðin voru nú ekki að hafa fyrir því og stungu sér bara til sunds allir í liðinu áttu svo að binda pelastikk að sundi loknu og svo var tekið til við að hlaupa eftir GPS punktum og gekk það misjafnlega vel hjá liðunum 11 en fyrst átti að fara á punkt A svo á punkt B sem börur voru á og átti að hlaupa á endapunktin með þær.
Eftir þetta var slakað á og skellt sér í sund “aftur”.
Svo kom að því árshátíð Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri, formaður björgunarsveitarinnar Súlur á Akureyri, Ingimar Eydal var kynnir kvöldsins. Kynnt voru vinningsliðin á Björgunarleikum 2001 og voru úrslitin þannig.
1. Hjálparsveit Skáta Kópavogi
2. Hjálparsveit Skáta Kópavogi
3. Ársæll Reykjavík
4. Ársæll Reykjavík
5. Björgunarfélag Akraness
Borðaðar voru svo kræsingar frá Bautanum, síðan var slegið upp balli.
Björgunarleikar annað hvert ár er snilldarhugmynd fyrir Björgunarsveitir.

Lilja Ósk Ragnarsdóttir

Deila á Facebook