02 Apr 2014
April 2, 2014

Loka áfanginn fyrir nýliða

Það voru þreyttir en sáttir 5 einstaklingar sem skriðu óvenju snemma upp í rúm á síðasta laugardagskvöld. Ekki var það til að geta vaknað eldsnemma í sunnudagaskólann, heldur höfðu þeir lokið sólarhrings löngu nýliða prófi.

Fyrsti hluti prófsins byrjaði seinni partinn síðastliðinn föstudag. Þá mættu fimm nýliðar og tilvonandi björgunarsveitarfólk  í bækistöðvar björgunarsveitarinnar K2. Takið eftir af þessum fimm þá voru 4 stelpur og einn strákur. Í björgunarfélaginu er ekki gert upp á milli kalla og kvenna, það er enginn kynjakvóti og einstaklingar eru metnir að eigin verðleikum ekki kyni, en nóg um það.

Fyrsti hluti lokaprófs nýliðanna var að taka bóklegt próf. Í prófinu er farið yfir allt það sem björgunarsveitarfólk þarf að kunna. Skyndihjálp, rötun, ferðamennska og margt fleira.

gönguleið nýliða

Leiðin sem nýliðarnir löbbuðu um nóttina

Þegar bóklega hlutanum lauk var farið sem leið liggur upp á þingvelli. Þar var þeim hleyft út við upphaf leggjabrjóts leiðar sem liggur yfir í Botnsdal. Leiðin lá til að byrja með eftir þeirri leið, þangað til komið var að botnsúlum.  Í staðinn fyrir að fara niður i Botnsdal þá héldu þau áfram í kringum súlurnar og að Hvalvatni. Þaðan löbbuðu þau sem leið lá með fram vatninu til að byrja með en slitu sig svo frá því og löbbuðu sem leið lá niður á veg. þar  beið bíll  eftir þeim. Leiðin sem  5 fræknu lögðu að baki var 24 kílómetrar löng með rösklegum hækkunum.

Þegar farið var að glitta í Skagann og strompurinn farinn að sjást vel var skyndilega beygt af leið og stefnan tekin upp í fjall. Þegar komið var upp að fjallinu var ljóst að þar hafði  orðið „slys“. Þrír einstaklingar höfðu verið að síga og ekki hafði það tekist betur til en svo að sá sem var í línunni hafði hrapað ofan á annan félaga sinn og þurftu þau öll aðstoðar við eins og sést á myndunum sem fylgja með.

Næsta verkefni laut að því að hópurinn leitaði að minkaveiðimanni sem hafði ekki skilað sér eftir að hafa farið til að vitja um gildrur. Bíllinn hans fannst á slóða við Akrafjall. Þau rannsökuðu vettvanginn þar sem þau fundu spor eftir manninn. Þannig gátu þau fundið út stefnuna sem maðurinn gekk í og skipulagt hraðleit á afmörkuðu svæði. Þau fundu hann síðan fljótlega slasaðan og komu honum til bjargar.

IMG_6314

Fyrsta Hjálp. Ef klikkað er á myndina þá opnast albúm með fleiri myndum

Þar á eftir þurftu próftakendur að spreyta sig á línuvinnu. Ekki ólíklegt að fyrstuhjálparverkefnið væri ofarlega í huga og þess vegna vandað sig extra við lausn þessa verkefnis. Settar voru upp tryggingar og línur. Því næst var sigið niður.

það var  því þreytt en sátt björgunarsveitarfólk sem lagðist þreytt á koddann eftir rúmlega sólarhrings langt próf

Eins og við var að búast þá stóðust þessir 5 einstaklingar öll þau verkefni sem lögð voru fyrir þau með mikklum sóma. Á aðalfundi Björgunarfélagsins munu þau skrifa undir eiðstaf Björgunarfélags Akraness og verða full gillt björgunarsveitarfólk og fullgildir meðlimir Björgunarfélags Akraness

Þessir fimm einstaklingar eru Júlíana Karvelsdóttir, Ingibjörg Steinun Sigurbjörnsdóttir, Guðjón Snær Einarsson, Freyja Kristjan Bjarkadóttir og Halla Jónsdóttir

Félagar í Björgunarfélagi Akraness óskar þessum 5 flottu einstaklingum til hamingju með áfangann

Deila á Facebook