05 Nov 2013
November 5, 2013

Nefndarstörf

 

Stjórnarfundur hjá Björgunarfélagi Akranes

það er ekki eintómt aksjón og svaðilfarir sem fylgja því að starfa í björgunarsveit. Á bak við hvern klukkutíma sem varið er í útkalli er fjöldi klukkustunda varið í fjáraflanir, æfingar, námskeið, fundi, hittinga, vinnukvöld, þrifakvöld, símtöl og tölvupósta.

Funda meistarar björgunarfélagsins eru sennilega stjórnin okkar. Í reykfylltu bakherbergi eitt sunnudagskvöld(að lágmarki) í mánuði taka þessir fundafúsu félagar okkar stæðstu ákvarðarirnar á milli aðalfunda.

Leggja þarf línurnar fyrir sveitina og gefa tónin fyrir almúgann.

Myndin sem fylgir þessari örfrétt er tekin á síðasta stjórnarfundi Björgunarfélgasins. Sæmilega virðist liggja á mannskapnum á þessum fundi og virðist bara vera nokkuð gamann.

Á myndinni eru Rúna Blöndal, Silvia Llorens, Björn Guðmundsson, Gísli Þráinnsson og myndina tók okkar ástkæri formaður Þór Bínó

Deila á Facebook