01 Nov 2013
November 1, 2013

Neyðarkall

Þá er komið að einni af mikilvægustu fjáöflunum björgunarsveitanna.

Styttan

Nú ættlum við að selja neyðarkall, en landsmenn hafa stutt gríðalega vel við okkur með kaupum á kallinum. Neyðarkallinn er þetta árið kona, nánar tiltekið skyndihjálparkona.

Bæjarbúar eiga eftir að vera varir við rauðklædda björgunarsveitarmenn viða um bæinn með vasanna fulla af neyðarköllum, Einnig ættla meðlimir unglingadeildarinnar Arnes að hjálpa okkur “gömlu” og selja með okkur.

Við verðum á ferðinni fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. það verður bæði gengið í hús og selt í völdum verslunum á helginni.

Neyðarkallinn verður í sömu stærð og venjulega og líka verður hægt að fá stærri kallin, sem fyrirtæki hafa verið svo dugleg að kaupa af okkur. þeir sem óska eftir að kaupa stóra kallinn geta haft samband við Gísla í síma 892-6975. og hann mun koma færandi hendi með styttuna

Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti okkur eins og alltaf og styðji við sína björgunarsveit

Deila á Facebook