26 Nov 2010
November 26, 2010

www.bjorgunarfelag.is

Í umfangsmiklum félagskap eins og rekstur björgunarsveitar, er afar gott að vera með góða heimasíðu. Þar er auðvelt að miðla fréttum til félaga, kynna starfið út á við og áhugasamir einstaklingar geta kynnt sér starfssemina.
Heimasíða Björgunarfélagsins hefur nú verið í notkun í fjögur ár. Þótti okkur því vera kominn tími á endurskoðun. Einnig þurftum við að skipta um hýsingarfyrirtæki. Eftir stutta skoðun náðum við góðu samkomulagi við fyrirtækið Nepal í Borgarnesi um þessa þjónustu. Þeir hafa starfað með góðum árangri hér á svæðinu, meðal annars komu Nepalvefirnir (www.akranes.is og www.grundarfjörður.is) afar vel út úr könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Það sem munar mest um er mjög gott myndaumhverfi. Auðvelt verður að geyma myndir og aðgengi að þeim verður stórbætt. Myndir segja meira heldur en mörg orð og starf sem okkar er mjög myndrænt.

Ásgeir Kristinsson

Deila á Facebook