Sjóflokkur

Sjóflokkur Björgunarfélags Akraness skiptist í tvo hópa en þeir eru báta- og kafarahópur.

Bátahópurinn sér um báta félagsins en þeir eru þrír og eru af gerðinni Atlantic 21 og ber nafnið Margrét Guðbrandsdóttir, Zodiac sem ber nafnið Jón M og Quick silver sem ber nafnið Axel S.

Formaður Sjóflokks og umsjónarmaður bátahóps er Guðni Hjalti Haraldsson en hann hefur góða aðstoðarmenn sér við hlið í þau mál sem þarf að leysa.

Helstu verk bátahóps eru að halda bátum félagsins í lagi og að þjálfa upp og viðhalda þekkingu til að nýta þá þegar á reynir. Bátahópur siglir að lágmarki einu sinni í mánuði allan ársins hring.

Bátamál hafa ekki alltaf verið ofarlega á lista félagsins og er það í raun bara nýverið sem var tekinn ákvörðun að vera öflug bátasveit ásamt því að vera öflug á öðrum sviðum og er það m.a. vegna tilkomu mjög öflugs kafarahóps sem bátamálin komust almennilega aftur á koppinn en síðan þá hefur verið fjárfest í nýjum bát og miklum öðrum búnaði.

Kafarahópur B.A. er tiltölulega nýr en er samt einn öflugasti hópur félagsins.

Helsta hlutverk kafarahóps er að þjálfa upp og viðhalda þekkingu um köfun innan B.A. en það eru núna átta kafarar hjá B.A.