26 Feb 2015
February 26, 2015

Hitamyndavél

Breytingar á nýja björgunarbát Björgunarfélags Akraness ganga ágætlega, mikið er búið að skrafla og skipuleggja hvaða búnað báturinn eigi að vera útbúinn með og hvar hann eigi að vera. Margir aðilar hafa komið að þessu og mörg handtök unnin. Þó er töluvert í land og mikil vinna eftir til að gera bátinn sem bestann.

hitavel

Við afhendingu á hitamyndavélinni

Eitt af mikilvægustu tækjunum er FLIR myndavél. Myndavélin er þeim kosti gædd að hún getur séð í svarta myrkri, þar er miðað við að hægt sé að sjá manneskju í 1,3 km fjarlægð og litinn bát í 3,9 km fjarlægð. Einnig er útbúnaður á vélinni sem deifir hreyfingar bátsins og gerir myndina skýrari. Þetta gerir það að verkum að hægt er að hefja leit þótt það sé svarta myrkur eða þoka. Einnig getur myndvelin nýst til leitar í landi þar sem landslagið hallar að sjó

Vélin er keypt hjá ÍSMAR og voru þeir mjög liðlegir í samningum.

Deila á Facebook