SÁBF gátlisti

Stjórnandinn

Stjórnandi skal tryggja virkni svæðisstjórnar í aðgerðinni, hann skal skipa í SÁBF og tryggja að svæðisstjórn vinni samkvæmt SÁBF kerfinu í aðgerðum. Stjórnandinn skal hafa heildarsýn yfir aðgerðina í heild. Stjórnandinn skal tryggja bestu skilvirkni svæðisstjórnar. Stjórnandinn skal tryggja samræmingu við aðra aðila sem vinna að aðgerðinni. Stjórnandinn skal tryggja samskipti við Ábyrgðaraðila aðgerðarinnar (ÁA) og Landsstjórn. Stjórnandinn skal tryggja samskipti við fjölmiðla í samráði við ÁA (annað hvort sjá um þau eða tilnefna aðila í að sinna fjölmiðlum) Stjórnandinn skal tryggja upplýsingaflæði til aðstandenda í samráði við ÁA.

Fyrstu viðbrögð
· Fáðu lýsingu á þeim týnda:
o Nafn
o Aldur
o Kyn
o Líkamlegt ástand
o Andlegt ástand
o Hvar og hvenær sást sá týndi seinast (PLS)
o Hvar og hvenær er vitað af þeim týnda seinast (LKP)
o Við hvaða aðstæður týnist viðkomandi
o Klæðnaður
· Fáðu veðurlýsingu
o Frá því að sá týndi sást seinast
o Núna
o Næstu 24 tíma
· Tryggðu fjarskipti við ábyrgðaraðila aðgerða.
· Fáðu upplýsingar um fjölda og tegund bjarga sem eru á staðnum
· Hvað hefur verið gert
· Hefur PLS verið tryggt gegn ágangi?
· Framkvæmdu mat á hraða út frá eyðublaði týnd persóna
· Gerðu þér grein fyrir þörf á björgum, Fjölda og tegund í samráði við ábyrgðaraðila aðgerða (ÁA)
o Ákveðnar sérhæfðar bjargir eða heildarútkall?
o Tegundir bjarga upptalning
· Ákveddu hvar stjórnstöðin skal vera.
· Boðaðu út þær bjargir sem þörf er fyrir
· Er þörf á þyrlu ef svo er fá biðja ábyrgðaraðila að boða hana út
· Hvaða búnað þurfa bjargir að hafa með?
· Hafið samband við bakvakt Landsstjórnar og upplýsið um gang mála.

Við komu í stjórnstöð
· Skipaðu í stöður eftir SÁBF
· Tryggðu að rannsóknarvinna fari í gang (samvinnuverkefni Lögreglu og Svæðisstjórnar)
· Aflaðu frekari upplýsinga frá ÁA
o Hefur PLS verið verndaður
o Eru einhverjar sérstakar óskir um framgang mála frá ÁA?
o Hvernig skal tryggja samskipti milli ÁA og stjórnstöð?
o Hvar og hvernig er hægt að ná sambandi við nánustu ættingja?
o Staða og þarfir nánustu ættingja
o Hvernig skuli standa að rannsóknarvinnu
o Hefur ÁA einhverjar sérstakar óskir um bjargir?
o Hvernig skal meðhöndla rannsóknarvettvang?
o Hver er sjúkraþjónustan á svæðinu?
o Standa björgunarmönnum hætta af þeim týnda?
o Er Öryggi björgunarmanna tryggt?
· Tryggðu upplýsingaflæði innan stjórnstöðvar með reglulegum stöðufundum.
· Setjið ykkur mælanleg markmið og búið til áætlun
· Tryggðu að Framkvæmdir séu farnir að deila verkefnum á bjargir innan 30 mínútna frá því að bjargir mæta á svæðið.
· Vantar frekari bjargir frá öðrum svæðum?
· Upplystu ÁA og Landstjórn um gang mála með reglulegu millibili
· Reyndu að halda uppi jákvæðu starfsumhverfi fyrir Svæðisstjórn og leppaðu menn upp ef þeir hafa litla trú á verkefninu.
· Tryggðu að Svæðisstjórn sé nægilega vel mönnuð
· Tryggðu upplýsingaflæði til fjölmiðla í samvinnu við ÁA
· Ákveða skal hvenær næsta aðgerðarlota byrjar innan 3 tíma frá upphafi aðgerða. Aðgerðarlota skal ekki vera lengri en 21 tímar.

Við lok aðgerða
· Tilkynntu ÁA um lok aðgerðar
· Tryggðu að allar bjargir sem koma að aðgerð sé tilkynnt um lok aðgerðar (senda boð í gegnum Neyðarlínu)
· Tryggðu að allar bjargir hafi fengið tilkynningu um lok aðgerðar.
· Haltu lokafund með svæðisstjórn og ÁA
· Tryggðu hvíldaraðstöðu fyrir þær bjargir sem koma langt að.
· Tryggðu að stjórnstöð sé virk þar til að allir hópar séu komnir til byggða.
· Tryggðu að upplýsingar um aðgerðina komist í gagnagrunn.
· Tilkynntu ÁA og björgum um lokun stjórnstöðvar.
· Tryggðu að það sé haldinn rýnifundur um aðgerðina

Stjórnandi á að sjá til þess að Áætlanir, Bjargir og Framkvæmdir séu að sinna sínum störfum.

Framkvæmdir

Framkvæmdir sjá um að framkvæma það sem þarf með þeim björgum sem eru til staðar í samræmi við áætlun aðgerðarinnar. Framkvæmdir tekur við stöðu Stjórnanda ef hann er ekki tiltækur þegar að það þarf að taka snöggar ákvarðanir.

Í upphafi aðgerða
· Fáðu lýsingu á þeim týnda
o Í hvaða hóp (út frá hegðun týndra) er hin týndi?
o Hvar sást sá týndi seinast? (PLS) eða Hvar er vitað af þeim týnda (LKP)?
o Við hvaða aðstæður týndist viðkomandi?
o Hvernig var áætluð ferðatilhögun?
o Hvernig er líkamlegt ástand hins týnda?
o Hvernig er andlegt á stand hins týnda?
o Hvernig er Veður?
§ Þegar sá týndi leggur af stað
§ Núna
§ Næstu 24 tíma
o Hefur sá týndi einhver persónuleg einkenni?
· Aflaðu upplýsingar fyrir leitarhópa
o Nafn til að kalla (á að kalla?)
o Líkamleg lýsing á þeim týnda
o Lýsing á
§ Fatnaði
§ Skóm
§ Búnaði
o Mögulegar vísbendingar
§ Sígarettur
§ Sælgæti
§ Drykkir
§ Skotfæri etc.
· Aflaðu upplýsinga um bjargir sem eru á leiðinni
· Meta þörf fyrir bjargir í fyrstu aðgerðir og tilkynna til stjórnanda
· Viðhaltu aðgerðarskráningu
· Aðstoðaðu Bjargir með koma upp fjarskiptum fyrir aðgerðina
· Aðstoðaðu Bjargir með að ákveða hvaða rásir henti best til notkunar
· Taktu fram kort af leitarsvæðinu
o Eins nákvæm og mögulegt er
o Landmælingar
o Byggðarfélög
o Sérkort
o Loftmyndir etc.

· Hefjið hraðleit
o Merkið PLS, LKP á kort
o Gerið ykkur grein fyrir landslaginu og metið líklegar og ólíklegar leiðir frá LKP
o Hvað er í umhverfinu sem getur dregið þann týnda að sér
o Útbúið 3 – 7 verkefni á líklegustu stöðum (gönguleiðir, skálar etc.)
o Sendið út leitarhópa á þessi verkefni.
· Settu glært plast yfir þau kort sem vinna á við (nýtt fyrir hverja aðgerðarlotu).
· Aðstoðaðu Áælanir með að viðhalda stöðukorti með verkefnum
o Merktu LKP, PLS
o Stjórnstöð
o Verkefni og númer þeirra
§ Svart Leitarsvæði og lokanir á leitarsvæði ( ár, vegir, klettar o.þ.h.)
§ Rautt Vísbendingar, Merkingar hunda, PLS
§ Grænt Leitarhópar
§ Brúnt Svæðisleitarhundar
§ Fjólublátt Þyrlur
§ Gult Sporhundar
§ Blátt Vatn
§ Appelsínugult Sérstakt
· Skráðu niður verkefni í forgangsröð
o Óleyst
o Í vinnslu
o Lokið
· Skráðu niður hvaða hópar taka hvaða verkefni

Í fyrstu aðgerðarlotu þarf að
· Fáðu svæðisstjórnina til þess að í sameiningu
o Fara yfir tilgátur og kenningar
o Finna út hvaða staðir eru líklegri en aðrir
o Finna út hvaða staðir eru ólíklegri en aðrir
o Útbúa 3 – 5 líklegar atburðarásir
o Koma sér saman um hvernig þær raðast eftir líklegheitum (Mattson consensus)
· Hvaða bjargir eru aðgengilegar strax og hverjar eru á leiðinni
· Hafðu í huga sérhæfðar bjargir og getu þeirra
· Útbúðu fleiri verkefni en þörf er á fyrir fyrstu aðgerðarlotu
· Haltu áfram að útbúa verkefni út frá vísbendingum, rannsóknarvinnu, ókláruð verkefni, útvíkkun leitar, fara yfir verkefni aftur eða annað sem þarf að fylgja eftir

· “Upplýsingagjöf” leitarhópana
o Látið leitarhópinn fá verkefni við hæfi
o Skýrið út fyrir leitarhópnum hvað sé ætlast til af þeim
o Tryggið að leitarhópurinn fái upplýsingablað um þann týnda
o Tryggið að leitarhópurinn hafi fullnægjandi kort af leitarsvæðinu
o Komið eftirfarandi upplýsingum á hópinn
§ Lýsing á verkefninu, hluta þess af heildar áætlun
§ Hversu nákvæmt viltu að hópurinn leiti (standandi maður eða vísbendingar)
§ Hvaða hópar eru í verkefnum næst þessu verkefni
§ Hvernig á að koma upplýsingum um vísbendingar til skila
§ Hvað skal gera við mögulegar vísbendingar
§ Hverjar eru hætturnar – landfræðilegar eða aðrar
§ Hvað skal gera ef hópurinn finnur viðkomandi
§ Hvað skal gera ef leitarmaður slasast eða meiðist
§ Hvert er fjarskiptaplanið
§ Er hópurinn með viðeigandi búnað (sérstaklega öryggisbúnað)
§ Farið yfir upplýsingar um þann týnda og segið frá líklegum stöðum, látið leitarhópinn í té allar upplýsingar um þann týnda sem geta skipt máli.
§ Er ætlast til að farin sé ákveðin leið að verkefninu.

· “Upplýsingataka” leitarhópa
o Ætti helst að vera sami aðili og kom upplýsingum á framfæri
o Skráið hvaða svæði var í raun farið yfir
o Skráið vísbendingar
§ Vísbendingin
§ Hvar fannst hún GPS staðsetning
§ Hvernig var hún merkt?
§ Var hún tilkynnt inn?
§ Hvað var gert við vísbendinguna
§ Komið skráningu um vísbendinguna í Aðgerðargrunn
o Merkið þau svæði sem þarf að leita aftur eða þurfa einhverja eftirfylgni
o Hverskonar landslag var á svæðinu
o Hvernig var hugur leitarmanna við lausn verkefnis
o Þarf hópurinn mat eða hvíld
o Hvenær verður hópurinn tilbúinn í næsta verkefni
o Hversu mikið svæði var á milli leitarmanna
o Hverjar eru líkur á fundi (vísbendingar og sá týndi) POD, skiptið svæðinu í minni svæði ef þörf krefur
o Hefur hópurinn einhverjar ábendingar til svæðisstjórnar?
o Þakkaðu fyrir

Áætlanir

Áætlanir halda utan um upplýsingar í aðgerðinni. Áætlanir eiga að meta upplýsingar og nýta þær í aðgerðinni með því að: spá fyrir um líklega atburðarrás og útbúa áætlanir fyrir komandi framkvæmdir.
Áætlanir eiga að einbeita sér að mæta væntanlegri þörf næstu aðgerðarlotu.

Í upphafi aðgerða
· Útbúðu upplýsingaplagg um hin týnda
· Útbúðu áætlun fyrir slys á björgunarmönnum
o Hverjir eru sjúkraflutningarnir í héraði
o Hvernig er best að kalla til sjúkraflutninga
o Hvað er til staðar
o Hvert á að flytja slasaða
· Útbúðu áætlun fyrir flutning á fórnarlambi
o Hverjir eru sjúkraflutningarnir í héraði
o Hvernig er best að kalla til sjúkraflutninga
o Hvað er til staðar
o Hvert á að flytja slasaða

Fyrsta aðgerðarlota
· Áætlanir eiga að huga að eftirfarandi þáttum í aðgerðinni:
o Rannsóknarvinna Í öllum leitum
o Tæknileg upplýsingaöflun Þegar þörf krefur
o Veðurupplýsingar Alltaf
o Atburðarskráning (Logg) Alltaf
o Útbúa og uppfæra kort Fyrir hverja aðgerðarlotu
o Útbúa áætlun fyrir lok aðgerða Alltaf

· Útbúa upplýsingaplagg um þann týnda
· Útbúa og forgangsraða áætlun um mismunandi atburðarrásir og taka saman upplýsingar fyrir hverja atburðarrásina fyrir sig. Gera ráð fyrir því versta
· Meta þörf á sérhæfðum björgum
· Tryggja að atburðarrásum sé raðað eftir líklegheitum (mattson Consensus)
· Útbúa leitarskipulag á korti fyrir þessa og næstu aðgerðarlotu
· Útbúð stöðukorti með verkefnum.
o Merktu LKP, PLS
o Stjórnstöð
o Verkefni og númer þeirra
§ Svart Leitarsvæði og lokanir á leitarsvæði ( ár, vegir, klettar o.þ.h.)
§ Rautt Vísbendingar, Merkingar hunda, PLS
§ Grænt Leitarhópar
§ Brúnt Svæðisleitarhundar
§ Fjólublátt Þyrlur
§ Gult Sporhundar
§ Blátt Vatn
§ Appelsínugult Sérstakt

Í lok aðgerðarlotu skal tryggja að:
· Búið sé að uppfæra leitarskipulagið með kláruðum verkefnum
· Búið sé að uppfæra leitarskipulagið með vísbendingum sem komið hafa fram.
· Búið sé að uppfæra upplýsingaplagg um þan týnda
· Búið sé að koma á framfæri öllum upplýsingum úr rannsóknarvinnu
· Taka saman (og afrita) aðgerðarlogg aðgerðarlotunnar

Rannsóknaraðili
Í öllum leitum þarf rannsóknaraðili að taka til starfa.
Rannsóknaraðili þarf að:
· Hitta þann aðila sem hefur séð um rannsóknina fyrir hönd lögreglunnar til að fá fram eftirfarandi upplýsingar:
· Við hverja hefur verið rætt af hverjum
· Hvað hefur komið fram
· Hverjar eru líklegar atburðarrásir
· Hvað hefur rannsakandi gert
· Hvenær var rætt við einstaklingana
· Hvað hefur verið skráð og komið til skila
· Hvað er áætlað að gera
· Hvernig er best að vinna í framhaldinu
o Hefur verið lýst eftir þeim týnda í fjölmiðlum.
o Hefur verið athugað með kortanotkun
o Er búið að athuga með
§ Nákvæma leit á heimili / húsi (með þjálfuðum leitarmönnum en ekki aðstandendum)
§ Sjúkrastofnanir
§ Bráðamóttöku
§ Geðdeildir
§ Líkhús
§ Lögreglustöðvar
§ Fangelsi
§ Flugvelli
§ Rútur / Strætisvagnar
§ Hótel / Gistiheimili
§ Aðra ættingja, vini, ástfólk
§ Bari
§ Aðra eftirlætisstaði
· Fara skal yfir og fylla út eyðublaðið Týnd persóna
· Útbúa upplýsingaplagg um hin týnda
· Fá nýlega ljósmynd af þeim týnda
· Fara reglulega yfir vísbendingar sem finnast
· Fara reglulega yfir aðgerðarskráninguna (logg) 2-3 tíma fresti
· Vera í nánu sambandi við svæðisstjórn til að kalla eftir hvaða upplýsingum þeim vantar.
· Hittu rannsóknaraðila ÁA reglulega til að skiptast á upplýsingum og hugmyndum
· Tilkynntu um mikilvægar upplýsingar sem allra fyrst til svæðisstjórnar og ÁA
· Haltu alltaf áfram að rannsaka
· Vertu í reglulegu sambandi við aðstandenda
· Skráðu allar upplýsingar hjá þér
· Í lok aðgerðarlotu skalt þú taka saman skýrslu um aðgerðarlotuna þar sem fram kemur við hverja var talað, hvað var gert, hvað kom fram i viðtölunum og hvaða upplýsingar hafa ekki komið fram.

Skráning
· Skrá skal niður allar ákvarðanir sem teknar eru í stjórnstöð
· Skrá skal niður allar tilkynningar
· Skrá skal niður allar upplýsingar sem geta skipt máli
· Taka skal saman allar upplýsingar um aðgerðina skipt eftir aðgerðarlotum.
· Haltu utan um og varðveittu kort sem notuð voru með upplýsingum um aðgerðina
· Útbúðu samantekt fyrir hverja aðgerðarlotu.
· Taktu saman alla skráningu eftir aðgerð og varðveittu.

Bjargir

Bjargir eiga að útvega eftirfarandi atriði til að styðja við aðgerðina:
· Bjargir
o Mannskap
o Tæki og tól
· Aðstöðu
· Fjarskipti
· Þjónustu
· Efni

Í upphafi aðgerða
Fáðu eftirfarandi upplýsingar frá stjórnanda
· Upplýsingar um þann týnda
· Hvaða bjargir eru mættar
· Fjöldi í hverjum hóp
· Sérhæfing hópa
· Sérstök tæki og tól
· Hvar er vettvangsstjórnun, söfnunarsvæði bjarga, eða önnur aðstaða
· Eru einhver skipulagsvandmál
· Fjöldi og tegund farartækja á staðnum og hvað vantar
· Hverjar eru þarfir svæðisstjórnar

Í fyrstu aðgerðarlotu
· Finndu úr þörf fyrir mannskap, búnaði eða öðru fyrir þá þessa og næstu aðgerðarlotu
· Finndu út þörf stjórnstöðvar fyrir þessa og næstu aðgerðarlotu
· Fáðu eftirfarandi upplýsingar frá Áætlunum og Framkvæmdum:
o Hvaða bjargir eru til staðar
o Hvaða bjargir vantar tafarlaust
o Hver er áætluð þörf á björgum
o Hvaða aðstöðu þarf / vantar
o Hvaða bjargir eru á leið á vettvang
o Hver er áætlunin næstu 24 tíma
· Útbúðu og forgangs raðaðu lista yfir þarfir í samstarfi við Stjórnanda
· Farðu yfir áætlun fyrir næstu aðgerðarlotu og gerðu þér grein fyrir þörfinni.
o Leitarsvæði
§ Stækkun / Minnkun
§ Þörf á sérhæfðum björgum
§ Þörf á sérhæfðum tækjum
§ Flutningur
§ Fjarskipti
o Mannskapur
§ Aukning / Fækkun
§ Sérhæfing
§ Tími á leið á vettvang
§ Þörf fyrir mat / gistingu fyrir björgunarlið
§ Þörf á sérhæfðum tækjum
§ Þörf fyrir flutning
· Hverjar eru þarfir varðandi lok aðgerðar.

Fjarskipti
· Útbúðu fjarskiptaplan
o Hvaða tíðnir eru aðgengilegar
o Er þörf á færanlegum endurvarpa?
o Hver eru “skuggasvæðin”
· Tryggðu virkni fjarskiptatækja
· Haldið skráningu á fjarskiptum
· Tryggið að mikilvægar upplýsingar skili sér til viðkomandi aðila innan svæðisstjórnar