Flokkar

Flokkaskipulag innan Björgunarfélags Akraness

LANDFLOKKUR
Landflokkur sér um björgunarstörf á landi. Innan hans starfa nokkrir hópar, hver með sína sérhæfingu.

Rústabjörgunarhópur:
Sérhæfir sig í björgun úr rústum.

Fyrstuhjálparhópur:
Fyrstuhjálparhópur sérhæfir sig í að veita fyrstuhjálp. Þar eru æfð viðbrögð við slysum í óbyggðum, greining og forgangsröðun sjúkra í hópslysum o.fl.

Leitarhópur:
Sérhæfir sig í leit á landi. Hér er áhersla lögð á að læra og æfa leitartækni og kunna skil á því hvaða aðferðir virka best í mismunandi landslagi o.s.frv.

Undanfarahópur:
Hlutverk undanfara er að vera fyrstir á vettvang. Þeir fara fyrstir af stað með allra nauðsynlegasta búnað. Þeirra hlutverk er að veita neyðarhjálp og undirbúa björgun á vettvangi á meðan aðrir taka til nauðsynlegan búnað og koma honum á staðinn.

SJÓFLOKKUR
Sjóflokkur sér um björgunarstörf á sjó og vötnum. Skiptist hann í bátahóp og köfunarhóp.

Kafarahópur:
Sérhæfir sig í björgunarköfun

Bátahópur:
Sér um báta félagsins og æfir björgun úr vatni

TÆKJAFLOKKUR
Tækjaflokkur skiptist í tvo hópa, bílaflokk og beltaflokk.

Bílahópur:
Bílahópur sér um rekstur og akstur bíla sveitarinnar. Sveitin á fjóra bíla: Einn Excursion, eina Toyotu Tundru, einn Econoline og svo bryndreka af Thyssen gerð.

Beltahópur:
Beltahópur sér um snjóbíl sveitarinnar.