Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar

  • Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir eru í störfum á vegum samtakanna.
  • Félögum Slysavarnafélagins Landsbjargar ber að sýna góða hegðun í störfum og vanvirða á engan hátt samtökin, markmið þess eða merki.
  • Félögum er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi.
  • Félögum er óheimilt að beita aðra einelti og eða áreitni af neinu tagi.
  • Félögum ber að hlýða stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgja því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum.
  • Allir félagar skulu sýna fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gæta þess að valda ekki slysahættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru.
  • Félagar skulu þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni, kynna sér nýjungar er varða starfið og varðveita hæfni sína.
  • Félagar skulu í störfum sínum bera einkenni Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einkennisfatnað þann sem samtökin hafa látið útbúa ber þeim að virða.
  • Félagar á útkallslistum björgunarsveita skulu eigi vera yngri en 18 ára.
  • Félaga sem gerist brotlegur við reglur þessar má vísa úr starfi á vegum samtakanna tímabundið eða að fullu.

Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að ofangreindar reglur séu hluti þeirra.