Flugeldar

Allt frá stofnun félagsins þá hefur aðalfjáröflun félagsins verið flugelda sala og má segja að við lifum á flugeldum en Hjálparsveit Skáta á Akranesi hóf sölu á flugeldum á Akranesi fyrir nokkrum árum og var það ein helsta vítamín sprauta í björgunarsveitarstarf á Akranesi seinustu árin en flugeldasalann hefur aukist jafnt og þétt gegnum árin og kemur nú ríflega helmingur alls fjárs félagsins í gegnum flugeldasöluna.

Flugeldasalan er rekinn frá 28. des til 6. jan ár hvert en það er sá opnunartími sem íslenska ríkið leyfir á flugeldastöðum. Seinustu þrjú árin þá hefur salann verið rekinn í nýju björgunarmiðstöðinni á Akranesi að Kalmannsvöllum 2 en áður hefur salann verið rekinn í Jónsbúð og í húsnæði HSAK á Ægisbraut (núverandi Gúmmíbátaþjónusta).

Auk þess að selja flugelda á milli jóla og nýárs og á þrettándanum þá hefur félagið að skipa áralangri þekkingu og reynslu af flugeldasýningum og býður félagið allan ársins hring upp á flugeldasýningar sem getur verið skemmtileg viðbót einhverslags hátíðir eða áfanga en við höfum m.a. haldið flugeldasýningar vegna afmæla fyrirtækja, menningarviðburða og útihátíða svo eitthvað sé nefnt.

Til að fá nánari upplýsingar um flugeldasöluna eða flugeldasýningar þá er best að hafa samband í síma 892-6975.

Hér má finna flugeldavörulista Landsbjargar