Um unglingadeildina

Margar íslenskar björgunarsveitir starfrækja unglingadeild og hefur það margsannað sig að þessi starfsemi er ekki bara að skila betri einstaklingum út í lífið heldur líka inn í björgunarsveitir landsins. Það er líka mikilvægt í starfi sem þessu að áhuginn sé með frá upphafi og þjálfunin byrji snemma á ferlinum. Ekkert er betra en að koma inn í hús eftir strembið útkall vitandi það að góður grunnur og þekking hefur skilað sér í góðu dagsverki í almenna þágu.

Að þessu sinni verður boðið upp á starf í björgunarfélagi Akraness fyrir unglinga í 9. og 10. bekk.
Unglingadeildin Arnes stofnuð haustið 2006

Fyrsti fundur er sunnudaginn 9 september kl. 20:00.

Fjórir viðburðir verða í mánuði sem miða að því að kynna unglingunum fyrir starfi félagsins, gera þau hæfari fyrir ferðamennsku og kynna þau fyrir grundvallaratriðum útivistar.

Í hverjum mánuði er einn helgarviðburður og má þar nefna
* skíða/bretta- ferð,
* fyrstu hjálparnámskeið,
* gönguferðir, o.fl.
Þrjú stök kvöld þar sem farið er í
* sig og klifur,
* rötun,
* fyrstu hjálparæfingar,
* hnúta
* og margt fleirra sem nýtist unglingunum í björgunarsveit en einnig í lífinu sjálfu.

Vetrarstarfinu lýkur síðan með sex daga námskeiði í útivistarskólanum á Gufuskálum næsta sumar.

Bloggsíða dróttskátahóps.

Innritunareyðublað

unglingadeild@bjorgunarfelag.is