Jólatrjáasala

Jólatréssala Björgunarfélags Akraness er í húsnæði þess að Kalmansvöllum 2.

Eins og fyrri ár verður í boði mikið af glæsilegum jólatrjám og fagurlega skreyttum leiðisgreinum og krossum.

Styðjum gott starf og verslum við björgunarsveitirnar.

Björgunarfélagið selur mikið magn jólartjáa fyrir hver áramót. Hvort heldur stór torgtré eða lítil tré til þess að hafa heima í stofu. Stærstu trén sem við seljum hafa náð allt að 14 metrum.

Stærri trén koma úr ræktun skógræktarfélaganna en þau minni eru að stórum hluta innflutt. Sala til almennings byrjar um miðjan desember en hægt er að útvega tré fyrr.

Til að fá nánari upplýsingar um jólatréin þá skal hafa samband í síma 892-6975

Hvernig tré á ég að velja?

Á vef Skógræktarfélags Íslands má fræðast um meðhöndlun lifandi jólatrjáa.

Á þessum síðum má lesa ýmsan fróðleik um jólatré.

Skógrækt ríkisins

Vísindavefur Háskóla Íslands

Jólavefur Júlla