Margrét Guðbrandsdóttir

baturBjörgunarbáturinn Margrét Guðbrandsdóttir er af gerðinni Atlantic 21. Hann er smíðaður af RNLI (Royal National Lifeboat Institution) undir eftirliti Atlantic háskóla í Wales sem hannaði bátinn. Fyrsta gerð Atlantic 21 var framleidd 1972 en hafði þá verið 3 ár í hönnun. Björgunarbáturinn hefur breyst mikið í gegnum tíðina og er Margrét af sjöundu gerð eða þeirri næst síðustu. RNLI hætti að framleiða Atlantic 21 árið 2004 og hefur alfarið snúið sér af framleiðslu Atlantic 75 sem er arftaki 21.

Margrét var upprunalega smíðuð 1987 en hefur öll verið endurbyggð nema botninn. Seinasta endurbygging hennar átti sér stað 2003, þar sem var skipt um allt nema blöðru og botn. RNLI hefur það að starfsvenju að endurbyggja alla sína báta á 2 ára fresti. Allt frá útskiptingu á helstu slithlutum, upp í nýja belgi og í raun úrelda þeir ekki báta fyrr en botn bátsins skemmist og þá oftast vegna slysa.

Margrét er aðallega framleidd úr GPR (Glass Reinforced Plastic) sem er mjög öflug trefjablanda úr plasti og gleri. Öll bygging bátsins er meira og minna úr þessu efni nema gálginn, sem er úr stáli og belgurinn sem er úr sérstakri nylon gúmmí blöndu (Nylon 66 weave) sem er húðuð með Hypalon.

Margrét er búin mjög öflugum búnaði eins og sjálfréttingar-búnaði, vindu, GPS og talstöð. Þar að auki er það á dagskrá okkar að fjárfesta í öflugri sjódælu til að auka notkunarsvið bátsins og gera hann betur í stakk búinn til að koma smábátum og öðrum til aðstoðar.

Margrét, sem bar skráningarnúmerið B-571 hjá RNLI, er með skráðar rúmlega 500 sjósetningar hjá RNLI og af því voru um 100 bjarganir á mannslífum samkvæmt sögu bátsins sem við fengum. Fullvíst er að Margrét er reyndasti sjóbjörgunarbátur landsins sem hefur komið frá RNLI en Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur alla stærri báta sína frá þeim. Er það von okkar hjá Björgunarfélagi Akraness að Margrét muni reynast okkur eins vel og þeim hjá RNLI. Af þeim ferðum sem Margrét hefur nú þegar farið í hjá okkur, höfum við ekkert nema gott um hana að segja.

Ingvar Örn IngólfssonBjörgunarbáturinn Margrét Guðbrandsdóttir er af gerðinni Atlantic 21. Hann er smíðaður af RNLI (Royal National Lifeboat Institution) undir eftirliti Atlantic háskóla í Wales sem hannaði bátinn. Fyrsta gerð Atlantic 21 var framleidd 1972 en hafði þá verið 3 ár í hönnun. Björgunarbáturinn hefur breyst mikið í gegnum tíðina og er Margrét af sjöundu gerð eða þeirri næst síðustu. RNLI hætti að framleiða Atlantic 21 árið 2004 og hefur alfarið snúið sér af framleiðslu Atlantic 75 sem er arftaki 21.

Margrét var upprunalega smíðuð 1987 en hefur öll verið endurbyggð nema botninn. Seinasta endurbygging hennar átti sér stað 2003, þar sem var skipt um allt nema blöðru og botn. RNLI hefur það að starfsvenju að endurbyggja alla sína báta á 2 ára fresti. Allt frá útskiptingu á helstu slithlutum, upp í nýja belgi og í raun úrelda þeir ekki báta fyrr en botn bátsins skemmist og þá oftast vegna slysa.

Margrét er aðallega framleidd úr GPR (Glass Reinforced Plastic) sem er mjög öflug trefjablanda úr plasti og gleri. Öll bygging bátsins er meira og minna úr þessu efni nema gálginn, sem er úr stáli og belgurinn sem er úr sérstakri nylon gúmmí blöndu (Nylon 66 weave) sem er húðuð með Hypalon.

Margrét er búin mjög öflugum búnaði eins og sjálfréttingar-búnaði, vindu, GPS og talstöð. Þar að auki er það á dagskrá okkar að fjárfesta í öflugri sjódælu til að auka notkunarsvið bátsins og gera hann betur í stakk búinn til að koma smábátum og öðrum til aðstoðar.

Margrét, sem bar skráningarnúmerið B-571 hjá RNLI, er með skráðar rúmlega 500 sjósetningar hjá RNLI og af því voru um 100 bjarganir á mannslífum samkvæmt sögu bátsins sem við fengum. Fullvíst er að Margrét er reyndasti sjóbjörgunarbátur landsins sem hefur komið frá RNLI en Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur alla stærri báta sína frá þeim. Er það von okkar hjá Björgunarfélagi Akraness að Margrét muni reynast okkur eins vel og þeim hjá RNLI. Af þeim ferðum sem Margrét hefur nú þegar farið í hjá okkur, höfum við ekkert nema gott um hana að segja.

Ingvar Örn Ingólfsson