Saga BA

Björgunarfélag Akraness
Stofnað 1.1. 2000

Ný björgunarsveit leit dagsins ljós á Akranesi þann 1. janúar árið 2000, þ.e. Björgunarfélag Akraness. Ekki stóð til að fjölga sveitum hér á Akranesi heldur varð þetta félag til við samruna Hjálparsveitar Skáta Akranesi og Björgunarsveitarinnar Hjálpin. Skömmu seinna voru svo báðar gömlu sveitirnar lagðar niður á aðalfundum þeirra.

Tildrögin að stofnun hins nýja félags má eflaust rekja nokkur ár aftur í tíman þar sem málin voru oft rædd á óformlegum fundum meðlima á milli, því alltaf var gott samstarf hjá sveitunum bæði á æfingum og í aðgerðum. Sveitirnar höfðu báðar sérhæfingu á vissum sviðum og voru samstilltar þegar eitthvað bar að

Um mitt ár 1999 var ákeðið að sveitirnar tækju upp frekara samstarf sem myndi ef til vill leiða til sameiningar. Byrjað var að samræma starf sveitana í námskeiða haldi og æfingum. Einnig var byrjað að halda sameiginlega fundi vikulega. Í kjölfari af því var sett á stað sameiningarnefnd skipuð meðlimum beggja sveita. Þessi nefnd fundaði reglulega til að ræða sameiningar mál því nú var ekki lengur spurning hvort af sameiningu yrði heldur hvenær hún yrði.

Eitt af verkefnum sameiningarnefndar var að stilla upp bráðabirgðastjórn nýja félagsinns, leitaði nefndin til Hannesar Frímanns Sigurðssonar fyrrverandi meðlim Björgunarsveitarinnar Ok Reykholti um að taka að sér formannsembætti nýju sveitarinnar og tók hann þar að sér það fórnmikla starf. Varaformaður kom úr Hjálpinni og var það Björn Guðmundsson fyrrverandi formaður hennar. Gjaldkeri nýju sveitarinnar var valinn Kjartan Kjartansson fyrrverandi formaður og gjaldkeri H.S.AK. Ritari var svo valinn Anton Harðarson úr Hjálpinni og fyrrverandi formaður,ritari,gjaldkeri og hundakall úr Björgunarsveit SVFí Árskógströnd. Að lokum var svo meðstjórnandi valinn Gunnar Agnar Vilhjálmsson fyrrverandi ritari og meðstjórnandi úr H.S.AK.

Næsta mál var að finna nafn á nýju sveitina, lagðar voru fram 4 tillögur og fengu meðlimir beggja sveita að kjósa nafn og var nafnið Björgunarfélag Akraness valið með miklum meirihluta. Þann 6. des 1999 skrifuðu formenn sveitanna beggja undir samkomulag að nýtt félag yrði stofnað þann 01.01.2000. Þann 03.01.2000 var svo fyrsti stjórnarfundur Björgunarfélags Akraness haldinn. Mörg málefni voru brýn s.s. dagskrá vetrarinns, stofnhátíð ofl.

Ákveðið var að setja hús félagsinns að Ægisbraut á sölu og skoða möguleika á að byggja tækjageymslu nálægt höfuðstöðvum félagsinns að Akursbraut. Stjórn skipaði undirbúnings nefndir á einstökum málefnum s.s. bílamál, björgunarmál, fjarskipta og tækjamál, húsnæðismál, bátamál og málefni leitarflokks hunda. Þessar nefndir voru mannaðar mönnum með þekkingu á hverju sviði og skiluðu allar nefndirnar tillögu til stjórnar um hvernig málefni hvers flokks væru best háttað, og vann stjórnin eftir því.

Í svona sameiningaferli vill stundum hið almenna starf fara forgörðum um tíma vegna mikllar vinnu en svo reyndist ekki og voru meðlimir nýja félagsinns duglegir að stunda æfingar, fara í ferðir á fjöll og sækja námskeið þessa mánuði sem ferlið gekk yfir.

Þann 29. Apríl var haldinn fyrsti aðalfundur nýja félagsinns í aðstöðu félagsins í Jónsbúð. Á honum var aðalstjórn kosin og er hún sú sama og var valin sem bráðabirgðastjórn. Fullgildir meðlimir skrifuðu undir eiðstað félagsins sem er einskonar loforð um drengskap í starfi, eiðstafinn ritaði Jenný Á. Magnúsdóttir fallega á skinn við hlið merki félagsinns sem hún málaði einnig. Þetta var svo rammað inn.

Klukkan 14:00 var svo búið að stilla tækjabúnaði félagsinns upp framan við Jónsbúð og haldinn var hátíðarfundur í tilefni stofnunar félagsins. Mikið af gestum komu og bárust félaginu margar góðar kveðjur og gjafir frá aðilum sem við höfum átt í samstarfi við. Táknræn sameining var svo þegar félagar beggja gömlu sveitanna fóru úr gömlu peysunum og yfir í nýjar peysur félagsinns. Um kvöldið var svo haldin vegleg veisla fyrir meðlimi nýja félagsins og var skrafað saman frameftir kvöldi.

Ljóst er að sameiningarferlið hefði aldrei átt sér stað ef ekki hefði farið fram hið mikla og fórnfúsa starf sameiningarnefndarinnar og á hún heiður skilið, eins eiga gömlu meðlimir Hjálparinnar, H.S.AK. og aðstandendur þeirra miklar þakkir skilið fyrir mikið og gott starf í gegnum árin við að byggja upp tvær öflugar sveitir. Þessar tvær sveitir hafa nú runnið í eitt og er nú ein af öflugustu björgunarsveitum landsbyggðarinnar staðsett á Akranesi. Starf okkar í Björgunarfélagi Akraness er nú rétt að byrja og vinnum við á traustum grunni gömlu sveitanna, sem gerir okkur kleyft að gera B.A. að enn stærra og öflugra félagi.