28 Dec 2015
December 28, 2015

Flugeldasalan opnar

Það er alltaf mikill handagangur í öskjunni hjá okkur á þessum árstíma. Á  myndunum hér að neðan má sjá félaga B.A. stilla upp flugeldasölunni undanfarna daga. Úrvalið okkar má skoða á vefnum flugeldar.is en þar er meðal annars hægt að skoða myndbönd af mörgum vörum.

Munum að fara að öllu með gát og fylgja leiðbeiningum. Það er lika gráupplagt að skipa einhvern af yngri kynslóðinni í fjölskyldunni í hlutverk öryggisfulltrúa. Margar fjölskyldur hafa góða reynslu af því að börnin standi sig prýðis vel í því starfi. Hér er gátlisti öryggisfulltrúa sem gott er að prenta út.

Við opnum í dag 28. desember og verða opnunartímar sem hér segir:

Mánudagur 28. des. 13-22
Þriðjudagur 29. des. 10-22
Miðvikudagur 30. des. 10-22
Gamlársdagur 31. des. 10-16

Þriðjudagur 5. jan. 17-20
Þrettándinn 6. jan. 13-20

Við hlökkum til að sjá alla sem vilja veita okkur liðsinni með því að versla hjá okkur flugelda.

IMG_5871

IMG_5872

IMG_5878

IMG_5882

Deila á Facebook