27 Dec 2015
December 27, 2015

Leitað við Ölfusá

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að manni sem féll í Ölfusá, að því er er best er vitað að kvöldi jóladags. Maðurinn er nú talinn af. Sunnudaginn 27. desember var óskað eftir liðsinni björgunarsveita af Vesturlandi og fóru nokkrir félagar okkar til að ganga bakka árinnar.  Leitað var frá birtingu og allt þar til dagsbirtu þraut. Dregið hefur verið úr umfangi leitarinnar.

Félagar Björgunarfélagsins við leitina

Félagar Björgunarfélagsins við leitina

Deila á Facebook