10 Oct 2015
October 10, 2015

Heimsóknarsigling

Laugardaginn 10. október fengum við að finna G-þyngdarkrafta þegar áhöfnin á Stefni, glænýjum björgunarbát Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, kíkti til okkar í heimsókn. Verið var að prufusigla bátnum sem er ný og alíslensk hönnun. Þetta er fyrsti íslenski sérsmíðaði björgunarbáturinn og er hannaður og smíðaður af Rafnar í Kópavogi. Botnlag bátsins þykir byltingarkennt en hann er hannaður til að liggja ákaflega vel á öldunum.

IMG_5179

Stefnir siglir inn í Akraneshöfn

Nokkrum félögum Björgunarfélagsins var boðið í stutta siglingu og var það mál manna að báturinn er bæði öflugur og ákaflega þýður í siglingu. Stefnir er búinn tveimur 250 hestafla utanborðsmóturum. Venjulegur ganghraði er í kringum 30-32 hnútar en hámarkshraði 42 hnútar. Siglingin frá Kópavogi tók því ekki nema um tuttugu mínútur. Eftir að hafa fengið sýningu á bátnum og prufusiglingu var haldið í höfuðstöðvar okkar þar sem áhöfn Stefnis skoðaði meðal annars bátinn sem við erum með í smíðum og höfðu menn um margt að spjalla.

Hér búa margir hestar

Hér búa margir hestar

 

Brúin er mjög vel útbúin.

Brúin er mjög vel útbúin.

Hægt er að leggja sæti niður til að koma liggjandi sjúklingi fyrir.

Hægt verður að leggja sæti niður til að koma liggjandi sjúklingi fyrir.

Áhöfn Stefnis kampakát með bátinn

Áhöfn Stefnis kampakát með bátinn

 

Deila á Facebook