05 Jan 2014
January 5, 2014

Bílslys á Kaldadal

SAMSUNG

Erfiðar aðstæður á slysstað

 

Í dag tvær mínútur yfir eitt fékk Björgunarfélag Akraness útkall ásamt öllum björgunarsveitum á svæði 4. Útkalli var F1 sem þýðir fyrsti forgangur, en þessi boðun er bara notuð þegar mannslíf eru í húfi. Tilkynning hafði borist til neyðarlínu um að jeppi með 5 einstaklingum hafði oltið uppi á Kaldadal. Óljóst var í fyrstu hversu margir væru slasaðir og hversu mikið, fljótlega kom þó í ljós að fjórir væru með hrufl og mar en konan í hópnum væri meira slösuð og þyrfti sérhæfða aðstoð. Þó að fólkið væri ekki mikið slasað var ljóst að bregðast þyrfti rösklega við þar sem veðrið var ekki sem best á kosið og það gæti tekið töluverðan tíma að komast á slysstað og fólkið búið að missa skjól þar sem jeppinn var á hvolfi. Til öryggis var þyrlan boðuð út líka.

Fyrsti bíll á vettfang var björgunarsveitar bíll úr Borganesi sem fullbreyttur jeppi og í honum er sami búnaður og í sjúkrbíll, auk þess voru björgunarsveitarmennirnir menntaðir sjúkraflutningsmenn. Ákveðið var að ekki þyrfti liðsynnis þyrlunar og fór hún í aðra aðgerð sem var í gangi á sama tíma í Ísafjarðardjúpi.

Vel gekk að koma konunni á börur og inn í bíl, var lagt á stað með hana niður í Lundareykjadal þar sem sjúkrabíll beið eftir hópnum og flutti síðan áfram til Reykjavíkur, restin af farþegunum fór í annan bíl. hópurinn var svo kominn á sjúkrahús rétt fyrir klukkan sex í kvöld

Þegar búið var að tryggja öryggi farþega og bílstjóra var farið í að koma bílnum á hjólin og var honum einnig komið til byggða.

Deila á Facebook