19 Sep 2013
September 19, 2013

Brunaútkall

Bruni

Í gærkvöldi gaus upp mikill eldur í Trésmiðju Akranes.

Frá brunavettfangi. Mynd fengin að lání frá Skessuhorn.is
Á verkstæðinu var mikill eldsmatur og fyrirtækið í sambyggðu húsi ásamt vélsmiðju og bílaverkstæði. Fljótt varð ljóst að um stórbruna væri að ræða Allir viðbragðsaðilar á Akranesi voru kallaðir út, þar á meðal Björgunarfélag Akranes. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu með lokanir og að bægja forvitnu frá brunavettfangi, einnig voru nokkri sveitarmeðlimir að aðstoða slökkvilið við slökkvistörf.

Mikill eldur var í húsinu og reyndi mikið á viðbragðsaðila, slökkvi starf gekk vel og var að mestu lokið upp úr miðnætti .

Jón Gunnar

Deila á Facebook