14 Oct 2008
October 14, 2008

Hugleiðingar formanns 14.10.2008

Ágæti lesandi.

Það hefur oft staðið til að setja hér inn pistil, reifa þau mál sem hæst bera það og það skiptið. En einhvernvegin hafa hugsanirnar ekki ratað á blað, og þörfin kanski ekki verið brín.

Einkennilegir tímar eru runnir upp. Fyrir mánuði síðan virtust hlutir ætla að ganga að mestu sinn vana gang. Einstaka áföll í samfélaginu, smá brekka hjá fjármálastofnunum en ekkert sem ekki myndi reddast. Annað kom á dagin. Nú er að renna upp fyrir okkur einhverjar mestu hamfarir í íslensku efnahagslífi sem um getur. Ekkert heimili einginn einstaklingur verður ósnertur og veröldin önnur en hún var.

Björgunarfélag Akraness er félagskapur fólks. Fólks sem hefur svipaðar hugsjónir og áhugamál. Okkur þykir vænt um fólk og náttúru. Við lifum og hrærumst í veröld sem samanstendur af samvinnu og samstöðu. Engin stéttaskipting eða ofurlaun. Við sjáum tilgang í því að leggja á okkur vinnu til þess að hjálpa náunganum í neyð, án þess að krefjast launa annara en ánægjunar af því að láta gott af okkur leiða.

Staða Björgunarfélags Akraness er sterk. Bæði félagslega og fjárhagslega. Við erum vel búin tækjum og aðstöðu án þess að vera skuldum vafin. Stefnan hefur æfinlega verið sú að kaupa einungis ef til er peningur. Ekki þarf að segja upp samningum við félaga vegna peninga því engin þiggur laun fyrir sín störf. Stór hópur félaga er því reiðubúin sem áður til að sinna útköllum og öðru starfi sem á daga okkar drífur. Við munum hinnsvegar breyta aðeins áherslum. Í stað hinnar öru uppbyggingar sem átt hefur sér stað munum við leggja meiri áherslu á félagsstarfið, eiga góðar stundir saman í starfi, hvetja og efla mannskapin til þess að auka getu okkar til þess að takast á við þau verkefni sem eru framundan.

Næstu mánuðir eru mikilvægir í fjáröflunum fyrir okkar starfssemi. Neyðarkallin eftir næstu mánaðarmót og síðan jólatré og flugeldar um jól og áramót. Ég efast ekki um að fólkið í landinu stendur að baki starfssemi okkar nú sem áður. Enda er hún ein af grunn stoðum íslensks samfélags. Enda veit fólkið að allir þessir peningar skila sér beint út í samfélagið í betri þjónustu, okkur er treyst fyrir því.

Í okkar félagsstarfi hefur húmorinn og góður mórall verið okkar aðalsmerki. Við höldum því á lofti og sleppum engu tækifæri til að gera grín að hvort öðru eða aðstæðum sem við lendum í, sjálfboðaliðar í því verki eru nauðsynlegir eins og í öðru.

Ásgeir Kristinsson.

Deila á Facebook