12 Feb 2014
February 12, 2014

Nokkrar nýjar myndir

Það er sjaldan lognmolla hjá okkur í Björgunarfélaginu. Við fórum í leit í Faxaflóa að bát sem talið var að væri að sökkva, sem reyndist svo vera gabb. Við IMG_4714tókum millistjórnendur hjá Akraneskaupstað í óvissuferð og kynntum þeim sveitina okkar og starfið í leiðinni. Nýliðarnir þjálfa sig og sjúga í sig fróðleik sem aldrei fyrr.

Það er komið mynda albúm sem heitir “Myndir úr starfi sveitarinnar 2014”. Þar verða settar inn tækifæris myndir sem eru teknar svona í leiðinni af félögum okkar í starfi og leik.

Deila á Facebook