01 Jan 2014
January 1, 2014

Nýárskveðja

áramót

Björgunarfélag Akranes og félagar þess vilja óska Bæjarbúum og öllum landsmönnum gleðilegs árs og þökk fyrir árið sem er að líða. Við viljum einnig þakka fyrir þann hlýhug og stuðning sem þið hafið sýnt okkur í okkar starfi.

í tilefni áramótanna þá hleyptum við í loftið nýrri heimasíðu. Sú eldri var orðin barn síns tíma og tími kominn til endurnýjunar. Landslagið á internetinu hefur breyst töluvert á síðustu árum og fólk er farið að skoða heimasíður í auknu mæli á símum og spjaldtölvum, vegna þessarar þróunar þarf að setja heimasíðuna í nútímalegra form. Búið er að setja inn mest af því efni sem verður og restinni verður mjatlað inn á komandi mánuðum. Einnig verða settar reglulega inn fréttir og myndir

Einnig hleyftum við af stokkunum Facebooksíðu og hafa viðtökurnar verið með miklum ágætum. Þar verðar settar inn tilkynningar og örfréttir, einnig er ættlunin að nota facebook þegar Björgunarfélagið þarf að koma tilkynningum til bæjarbúa t.d. þegar veður er vont og þarf að láta vita af lokunum og aðgerðum. Það verður ekki tekið við tilkynningum fok eða ósk um aðstoð á Facebook, það á alltaf að hringja í 112 til að tryggja að ósk um aðstoð berist.

Deila á Facebook