26 Nov 2010
November 26, 2010

Nýliðaþjálfun Björgunarfélags Akraness.

Eins og flestar björgunarsveitir á Íslandi er Björgunarfélag Akraness með öfluga nýliðaþjálfun þar sem unglingar frá 16 ára aldri læra að verða björgunarsveitarmenn en hvað fellst í því að læra að verða björgunarsveitarmaður ?

Nýliði sem kemur á hinn árlega nýliðafund B.A. sem er haldin ár hvert í september byrjar á því að fara í helgarferð með nýliðaþjálfurum og hinum nýliðunum þessi ferð er ætluð til þess að kynnast og kynna þá þjálfun sem nýliðin hefur ákveðið að fara í það er rætt um hin ýmsu mál og reynt að svara öllum þeim spurningum sem nýliðin kann að hafa.

Eftir fyrstu nýliðaferðina byrjar hin eiginlega þjálfun sem er ansi flókin en ekki erfið næsta skrefið er að það er haldið nýliðakvöld og nýliðunum er sýndur ýmsis búnaður sem er notaður við björgunarsveitarstarfið til dæmis tjöld, svefnpokar, bakpokar, gönguskór, klifurbúnaður, fatnaður, bátar, bílar og ýmislegt annað búnaðurinn sem er sýndur er ekki sá búnaður sem nýliði þarf að eiga en hann þarf ekki heldur að eiga neitt nema hlý föt og góða skó til að byrja með heldur er reynt að sýna sem flest og af sem víðasta sviði björgunarmála eins og fjallabjörgun, sjóbjörgun og landbjörgun en hver og einn nýliði þarf að þjálfun lokinni að velja sér það svið sem hann vill vinna að og hefja sá þjálfun.

Fyrsta árið sem þú ert nýliði er svokölluð grunnþjálfun tekin fyrir en henni er ætlað að kenna þau grunnatriði sem þarf til klæða af sér veður, rata og bjarga sér til sjós og lands. Lögð er áhersla á þau atriði sem allir björgunarsveitarmenn geta lent í þ.e. fyrstu hjálp, leit og snjóflóð

Nú erum við komnir að þeim parti sem mætti kalla kennsluna en nýliðinn þarf að fara á nokkur námskeið til að verða björgunarsveitarmaður og eru þau Almenn Ferðamennska, Rötun, Fjarskipti, Fyrsta Hjálp 1 og 2, Leitartækni, Réttindi og skyldur björgunarmanna, Snjóflóðaleit, Þyrla 1 og nokkur önnur námskeið einnig fara þau í kynningar hjá öllum flokkum B.A. til dæmis fjallaflokk og bátaflokk.

Nýliðaþjálfun tekur eitt og hálft ár hjá flestum en það fer samt eftir því hversu duglegur nýliðinn er að sækja þau námskeið sem er ætlast til þess að hann sæki en nýliðaþjálfunin er ekki bara þau námskeið sem nýliðinn sækir heldur er ætlast til þess af honum að hann taki einnig virkan þátt í öllu því starfi sem B.A. stendur fyrir til dæmis Sjómannadagurinn, gæslur sem við tökum að okkur og hin ýmsu verk sem þarf að vinna.

Nýliði í B.A. gengur mjög fljótt inn í þann hóp sem fyrir er og er mikið upp úr því lagt að allir séu vinir og mætti seigja að þetta sé bara ein stór fjölskylda en þetta er eiginlega rosalega stór fjölskylda nærri 80 meðlimir eru í B.A. í dag og fer fjölgandi með hverju ári.

Hvers má nýliði vænta eftir nýliðaþjálfunina? Þroska og reynslu. Það hefur verið haft að orði við mig að það sé hægt að sjá nýliðana þroskast upp á þeim leifturhraða sem það gerist innan þessa félags, unglingarnir læra að bera tillit til hvort annars, mikilvægi þess að ganga frá eftir sig og hin ýmsu verk sem falla til í svona félagsskap eins og B.A. er.
Hvernig gerist ég nýliði ? Þú mætir á nýliðafund þegar hann er auglýstur eða lítur inn á okkur einhvern miðvikudaginn en við erum með fundi klukkan átta alla miðvikudaga og öllum er frjálst að mæta.
Hvað kostar svo að vera nýliði ? Akkurat ekki neitt, það er ekkert félagsgjald í B.A. og B.A. borgar öll þau námskeið sem þú ferð og einnig allar ferðir sem farnar eru.

Ég vona innilega að þetta hafi skýrt nýliðastarf félagsins nógu vel til að vekja áhuga þinn á að vita meira. En til þess þarftu eiginlega að upplifa það sjálf/ur.

Ingvar Örn Ingólfsson

Deila á Facebook