16 Sep 2013
September 16, 2013

Óveður og fleira

Körfubíll

Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur blásið hressilega

á landsmenn síðasta sólarhringinn og fólk lent í allskonar vandræðum víða um land. Eins og svo oft áður þá koma björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar til aðstoðar og bjarga fólki og verðmætum. Þó var rólegra hérna á SV-landi heldur en í öðrum fjórðungum, hérna á Akranesi var ekki nema eitt útkall. Klæðning og þakkantur var byrjaður að losna og fjúka á nærliggjandi hús. Þetta verkefni var leyst snarlega með dyggri aðstoð körfubíls frá Slökkviliði Akranes. Það var ánægjulegt að sjá að Skagamenn virðast vera vel undirbúnir fyrir veturinn þar sem við þurftum ekki að elta nein trampolín, garðhúsgögn eða annað dót sem ætti að vera komin í vetrardvala, Vel gert Skagamenn.

Björgunarfélagsmenn að störfum

Björgunarfélagsmenn að störfum

Það var ýmislegt annað dúllað á helginni og tókust þeir atburðir vel. Nóg er framundan og búið er að fastsetja nokkur námskeið sem bæði eru fyrir nýliðana sem hluti að þeirra grunnþjálfun og fyrir almenna félaga til að læra það nýjasta í fræðunum og rifja upp. Dagskráin er nokkuð þétt hjá okkur og má segja að það sé eitthvað að gerast nánast öll kvöld vikunar, þannig að engum ætti að leiðast. Hægt er að sjá dagskránna okkar á

Deila á Facebook