26 Sep 2013
September 26, 2013

Unglingadeild og Nýliðar

Nýliðar

Nú er starfið hjá unglingadeildinni Arnes komið á fullt

Félagar í Unglingadeildinni og Slysavarnakonur eftir afhendingu á styrknum
skrið. Siðastliðinn Þriðjudag tók unglingadeildin við styrk frá Slysavarnadeildinni Líf og kunnum við þeim mikklar þakkir fyrir það. Núna á sunnudaginn verður farið dagsferð í hellaskoðun og er stefnan tekin á Reykjanesið. Stefnt er að því að skoða hellin Leiðarenda, en það kun vera fallegur og litríkur hellir með þægilegri aðkomu. Næstkomandi 12. Oktober verður Landsæfing björgunarsveitanna haldin hér í nágrenninu og er skipulögð af björgunarsveitunum á svæði 4. En þær eru Björgunarfélag Akranes, Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Ok og Björgunarsveitin Heiðar. Félagar í unglingadeildinni og nýliðar munu leika sjúklinga og er það tilvalið tækifæri þá til að fylgjast með Björgunasveitunum að störfum.

Til æfingarinnar er öllum björgunarsveitum á landinu boðið og er tilgangur æfingarinnar að skerpa á samvinnu við krefjandi verkefni, hittast og skiptast á hugmyndum og síðast en ekki síst hafa gamann. Nánar verður fjallað um Landsæfinguna síðar.

Það er nóg að gera hjá nýliðonum líka, nú er þjálfunin

Áhugasmir nemendur á Fyrstu hjálpar námskeiði
hjá þeim komin á fullt skrið. Þessa daganna er verið að kenna þeim fyrstuhjálp og er það eitt af grunn námskeiðunum sem nýliðar þurfa að taka til að geta orðið fullgildir björgunarsveitarmenn. Einhverjir eldri félagar nota tækifærið og ættla að rifja upp. Námskeiðið byrjaði núna á þriðjudagskvöld og verður lokaspretturinn tekinn á helginni í skátaskálanum í Skorradal. Leiðbeinandi er Ásmundur Jónsson, en hann er félagi í Björgunarfélagi Akranes og menntaður sjúkraflutningsmaður.

Deila á Facebook