09 Sep 2013
September 9, 2013

Verkefni framundan

Verkefni framundan

Það er nóg um að vera hjá Björgunarfélagi Akraness og byrjar hauststarfið með látum. Í gær Sunnudag var fyrsti fundur vetrarins hjá Unglingadeildinni Arnes, mæting var með ágætum og mætu um 30 unglingar á fundinn. Athyggli vakti að enginn var af neðri skaganum og giskum við á að auglýsing hafi ekki skilað sér í Brekkubæjarskóla. Þó þarf ekki að örvænta því enn er tekið við nýju fólki og verða allir velkomnir á næsta fund sem verður á Næsta sunnudag. Nýir umsjónarmenn tóku við unglingadeildinni, farið var í gamla útkallslista og dregnir út reynsluboltar mikklir. Þeir eru Sigurður Sigurjónsson og Hjörtur Hróðmarsson, þetta gamlir félagar úr Hjálpasveitinni og eru hoknir af reynslu bæði í útivist og uppeldi unglinga.

Á morgunn þriðjudag verður fyrsti nýliðafundurinn og má búast við úrvalssveit nýliða í vetur. Umsjónarmenn nýliða verða þeir Daníel Magnússon og Sæþór Sindri Kristinsson.

Á laugardaginn Næsta fer Akur 1 í montferð til Reykjavíkur og verður hann til sýnis á 30 ára afmæli 4×4 á Íslandi

Líka laugardaginn fer Akur 4 í ekki síðra verkefni en kannski ekki eins mikill glamúr og hjá Akur 1. En verkefni hans verður að koma smölum á rétta staði í Skarðsheiðinni, en eins og allir vita þá er vitlaust staðsettur smali álíka velkominn í smalamennskur og refur í hænsnabú.

Og líka á helginni, að því að það er svo rólegt. Þá ættlum við að taka móti og hýsa unglinga úr norskri unglingadeild sem er á ferðalagi hér á landi, á laugardaginn verður farið með krökkunum og gert eitthvað skemmtilegt.

Nánar verður fjallað um þessa viðburði síðar

Deila á Facebook