02 Feb 2013
February 2, 2013

Fréttir af fagnámskeiði

Fréttir af fagnámskeiði

Fjórði dagur á fagnámskeiði í aðgerðarstjórnun byrjaði heldur til of snemma. Klukkan tvo í nótt hrukku nokkrir nemar upp við köll á göngum svefnálmunar. Töldu menn að um æfingu væri að ræða af hálfu leiðbeinenda, sem reyndist svo ekki vera. Um var að ræða vilta ferðalanga sem vantaði upplýsingar um selskapsbústað í nágrenninu og bentu svefndrukknir nemar eitthvað út í myrkrið þangað sem þeir töldu líklegt að selskapsbústaðir í sveitinni væru.

Þegar að þessari “æfingu” var lokið héldu nemar aftur í háttinn.

Ekki var þó allt búið enn, um klukkan fjögur vöknuðu nemar og leiðbeinendur aftur upp við köll á göngum og bank á hurðir.

Nú voru flestir vissir um að um æfingu var að ræða og þurfti að sannfæra menn um að alvöru útkall var í gangi. Enn voru nemar frekar tortryggnir þegar í ljós kom að leitarsvæðið var fyrir utan svefnálmuna og skildi hitta á þann tíma sem námskeiðið var á svæðinu.

Þegar svæðisstjórnin á svæðinu frétti af fagnámskeiðinu óskaði hún eftir að hópurinn kæmi í stjórnstöðina í ca. 40 mínútna fjarlægð frá leitarsvæðinu þar sem hópurinn var staddur. Eftir að hafa útskýrt fyrir svæðisstjórn að ekki væri ráðlegt að fá 15 nánast sérfræðinga til að rugla skipulagið, sættust menn á að senda þessa nánast sérfræðinga útá mörkina og leita. Sem betur fer leið ekki á löngu til að hinn týndi komst í leitirnar og gátu nánast sérfræðingarnir því hætt að leita að útifötum og reyna að rifja upp hvernig reima ætti gönguskóna.
Mikil gleði ríkti því hjá nemum og leiðbeinendum að hinn týndi hefði fundist heill á húfi og nemar komust aftur í koju.

Annars er námskeiðið búið að vera mjög fróðlegt og skemmtilegt og nær nema hópurinn að vinna vel saman. Flottir leiðbeinendur og góðir gestir hafa kíkt við eins og Gísli Einarsson fréttamaður hjá RÚV., Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri SL.,Þorsteinn Þorkelsson formaður LandsstjórnarRögnvaldur Ólafsson´, Björn Oddsson  verkefnastjórar hjá Almannavarnardeild RSL. ásamt fleiri.

 

Deila á Facebook